Fréttir

Unga fólkið og mannauðurinn

Oft gleymist í umræðu um auðlindir þjóða að verðmætust erum við sjálf og alveg sérstaklega þarf að huga að stöðu ungu kynslóðanna í þeim efnum. Íslendingum var lengi vel tamt að horfa fyrst og fremst til náttúruauð­linda sinna og var þá einblínt á fiskinn í sjónum og orkuna. Áþreifanlega hefur þó ljóst að í landinu sjálfu, nátt­úrperlum þess og víðáttu eigum við einnig stórkostlega auðlind. Um leið fylgir því mikil ábyrð að vera vörslumenn þeirra verðmæta, vernda þau og gæta og hafa að láni frá komandi kynslóðum.
Lesa meira

#háskólaríhættu - Áskorun til stjórnvalda

Sjö rektorar ísenskra háskóla hafa birt sameiginlega yfirlýsingu til frambjóðenda í Alþingiskosningum. Í yfirlýsingunni vara rektorar allra íslenskra háskóla við þeirri stefnumótun sem birtist í Fjármálaáætlun hins opinbera fyrir árin 2017–2021 enda séu háskólarnir þar skildir eftir.
Lesa meira

Kröfu Landverndar á Norðurþing vegna Þeistareykjalínu 1 alfarið hafnað

„Hafnað er kröfu kæranda um ógildingu ákvörðunar sveitarstjórnar Norðurþings frá 17. maí 2016 um að samþykkja framkvæmdaleyfi fyrir Þeistareykjalínu 1 til handa Landsneti hf.“ Segir í úrskurði sem var að falla rétt í þessu.
Lesa meira

Skáldahúsin á Akureyri njóti jafnræðis

Á fundi stjórnar Akureyrarstofu 6. október sl. var sérstaklega fjallað um stöðu skáldahúsanna á Akureyri sem fá engan fjárhagslegan stuðning frá ríkinu ólíkt öðrum skáldahúsum í landinu. Bent var á að Skriðuklaustur, Snorrastofa, Gljúfrasteinn og Þórbergssetur fái samtals 118 milljónir króna úr ríkissjóði árlega en Davíðshús, Sigurhæðir og Nonnahús ekki neitt.
Lesa meira

Akureyri verði fyrsta barnvæna sveitarfélagið á Íslandi

UNICEF á Íslandi og umboðsmaður barna kynntu í morgun verkefnið Barnvæn sveitarfélög, innleiðingarlíkan og vefsíðu (www.barnvaensveitarfelog.is) sem styður sveitarfélög í innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.
Lesa meira

Opinn framboðsfundur í sal Borgarhólsskóla

Fundurinn verður haldinn með stjórnmálaflokkum sem bjóða fram til Alþingiskosninga í Norðausturkjördæmi 29.október n.k. Stjórnmálaflokkarnir munu kynna sínar áherslur með stuttum framsögum og verða fyrirspurnir leyfðar úr sal.
Lesa meira

Heimilislæknum fjölgar á Akureyri

Fjórir nýir læknar hafa verið ráðnir á Heilsugæsluna á Akureyri og gefst íbúum svæðisins sem ekki hafa skráðann heimilislækni nú kostur á að skrá sig hjá fjórum nýjum læknum.
Lesa meira

Styrkja Krabbameinsfélagið með happdrætti

Glerártorg stendur fyrir happdrætti til styrktar Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis í samstarfi við kaupmenn í verslunarmiðstöðinni. Þetta er í þriðja sinn sem Glerártorg stendur fyrir happdrættinu í sambandi við bleikan október og sem fyrr rennur allur ágóði óskiptur til Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis.
Lesa meira

Viðburðaríkur vetur hjá Menningarfélagi Akureyrar

Viðburðaríkur vetur er hafinn hjá Menningarfélagi Akureyrar þar sem Leikfélag Akureyrar, Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og Menningarhúsið Hof leiða saman krafta sína undir merki MAk og bjóða gestum sínum upp á fjölbreytta og skemmtilega við­ burði.
Lesa meira

Áhrif nútímalistar á íslenska myndlist

Á morgun þriðjudag kl. 17-17.40 heldur Margrét Elísabet Ólafsdóttir, lektor í listgreinakennslu við Háskólann á Akureyri, Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi, undir yfirskriftinni Áhrif nútímalistar á íslenska myndlist og myndlistarumræðu í upphafi 20 aldar. Aðgangur er ókeypis.
Lesa meira