Kröfu Landverndar á Norðurþing vegna Þeistareykjalínu 1 alfarið hafnað
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála var að senda frá sér úrskurð vegna kröfu Landverndar um ógildingu framkvæmdaleyfis sem Norðurþing veitti Landsneti vegna lagningar Þeistareykjarlínu 1 innan Norðurþings. Í stuttu máli var niðurstaðan sú að kröfu Landverndar var alfarið hafnað. Eða eins og segir í úrskurðarorði:
„Hafnað er kröfu kæranda um ógildingu ákvörðunar sveitarstjórnar Norðurþings frá 17. maí 2016 um að samþykkja framkvæmdaleyfi fyrir Þeistareykjalínu 1 til handa Landsneti hf.“
Úrskurðinn í heild má sjá hér
JS