Opinn framboðsfundur í sal Borgarhólsskóla
Opinn framboðsfundur verður haldinn í Sal Borgarhólsskóla á Húsavík fimmtudaginn 20.okt. kl.20.
Fundurinn verður haldinn með stjórnmálaflokkum sem bjóða fram til Alþingiskosninga í Norðausturkjördæmi 29.október n.k. Stjórnmálaflokkarnir munu kynna sínar áherslur með stuttum framsögum og verða fyrirspurnir leyfðar úr sal.
Það eru nemendur í stjórnmálafræði við Framhaldsskólann á Húsavík sem standa fyrir fundinum og hvetja þeir íbúa til að fjölmenna á fundinn