Heimilislæknum fjölgar á Akureyri

Heilsugæslustöðin a Akureyri/mynd Þröstur Ernir
Heilsugæslustöðin a Akureyri/mynd Þröstur Ernir

Á vef Heilbrigðisstofnunar Norðurlands kemur fram að læknum hefur fjölgað á Heilsugæslunni á Akureyri. Íbúar svæðisins geta nú skráð sig hjá fjórum nýjum heimilislæknum á Akureyri. 

Í tilkynningunni vill Jón Torfi Halldórsson yfirlæknir á Heilsugæslunni á Akureyri vill koma á framfæri mikilli ánægju með nýráðningu læknanna og almennt auknum áhuga meðal lækna að starfa við Heilsugæsluna á Akureyri. En oft hefur verið erfitt að fá lækna og aðra sérfræðinga til starfa á heilbrigðisstofnunum utan höfuðborgarsvæðisins. 

„Það er gríðarlega mikilvægt fyrir okkur að geta boðið upp á sérnám í heimilislækningum á Akureyri og við Heilbrigðisstofnun Norðurlands. Það ber að þakka auknum skilningi og stuðningi ráðuneytis heilbrigðismála við hugmyndir okkar um eflingu sérnáms í heimilslækningum á Akureyri og landsbygðinni almennt,“ segir Jón Torfi.

Nýjast