Hinn árlegi aðventu- og jólamarkaður Hæfingarstöðvarinnar við Skógarlund var haldinn á dögunum og kom mikill fjöldi fólks í heimsókn. Til sölu var ýmis varningur sem unnin er af notendum og má þar nefna nytjalist og jólaskraut úr pappír, leir og gleri, trévöru, jólakort og muni unna úr þæfðri ull. Enn er hægt að gera góð kaup í Hæfingarstöðinni en áhugasamir geta komið í heimsókn á virkum dögum frá kl. 10-15.30.