Yfir 760 manns án atvinnu á Norðurlandi eystra

Atvinnuleysi heldur áfram að aukast hér á landi en í dag eru rúmlega 7.550 manns á atvinnuleysisskrá, samkvæmt yfirliti frá Vinnumálstofnun, 4.622 karlar og 2.933 konur. Á Norðurlandi eystra eru 764 á atvinnuleysisskrá, 449 karlar og 315 konur.  

Á síðustu þremur dögum hefur atvinnulausum á landinu fjölgað um tæplega 690 manns og þar af á Norðurlandi eystra um 60 manns. Á Norðurlandi vestra eru 56 manns á atvinnuleysisskrá, 28 karlar og 24 konur, á Austurlandi eru 140 á skrá, 84 karlar og 56 konur. Á höfuðborgarsvæðinu eru 4.773 á atvinnuleysisskrá, 250 á Vesturlandi, 56 á Vestfjörðum, 473 á Suðurlandi og 1.047 á Suðurnesjum.

Nýjast