Eins og fram hefur komið eru fulltrúar hverfisnefndar Naustahverfis mjög ósáttir við stöðu framkvæmda í hverfinu og hafa áhyggjur af frágangi húsa og húsgrunna m.a. vegna slysahættu. Pétur Bolli Jóhannesson skipulagsstjóri segir að flestir þeirra sem fengið hafa bréf hafi farið að fyrirmælum skipulagsdeildar en þó eigi eigendur 14 lóða eftir að ganga frá sínum málum.