Vopnað rán í verslun í Kaupangi á Akureyri

Vopnað rán var framið í verslun 10/11 í Kaupangi á Akureyri í nótt. Maður kom inn í verslunina, ógnaði starfsmanni með hnífi og komst undan með eitthvað af peningum. Hans er nú leitað. Lögreglan á Akureyri fékk tilkynningu um ránið um kl. 02.30 í nótt. Var þjófurinn á bak og burt er lögreglan kom á vettvang. Lögregla telur að starfsmaðurinn hafi verið einn í versluninni er ránið var framið en verslun 10/11 er opin allan sólarhringinn. Rannsókn málsins verður fram haldið í dag. Þetta kemur fram á mbl.is

Nýjast