Þórsarar lágu gegn liði Hamars í gærkvöld, 79-98, í 1. deild karla í körfuknattleik en leikið var í Hveragerði. Þar með urðu vonir norðanmanna um sæti í úrslitakeppninni að engu, en liðið hefði þurft að vinna síðustu tvo leikina til þessa að eiga möguleika á að fara áfram. Calvin Wooten skoraði 25 stig fyrir Hamar og Darco Milosevic skoraði 30 stig fyrir Þór.