Undanfarin vor hafa nemendur framhaldsskóla átt þess kost að koma að Hvanneyri og dvelja þar í nokkra daga til að kynnast ýmsum greinum náttúruvísinda og komast í snertingu við vísindalegt starf. Þessir dagar hafa gengið undir heitinu Vísindadagar unga fólksins. Enn á ný geta nemendur allra framhaldsskóla landsins, sem haustið 2012 eru að hefja annað eða þriðja ár í framhaldsskóla, sótt um að fá að vera með. Hópinn munu skipa 20 nemendur sem verða á Hvanneyri í Borgarfirði dagana 21. 24. maí. Nemendur af náttúrufræðibrautum ganga fyrir og þátttökugjald er kr. 5000. Þátttakendur þurfa að póstleggja umsóknir í síðasta lagi mánudaginn 7. maí. Umsækjendur fá svar mánudaginn 14. maí. Dagskrá daganna verður sett inn á heimasíðu LbhÍ einhvern næstu daga.
Neðarlega á heimasíðu skólans (www.lbhi.is) er stór hnappur, rækilega merktur Vísindadögum unga fólksins, en þar er að finna umsóknareyðublað. Faglegur umsjónarmaður þessara daga er Helena Marta Stefánsdóttir, skógvistfræðingur. Netfang: helenams@lbhi.is, sími: 433 5224 eða 867 6409. Framkvæmahliðin er undir stjórn Áskels Þórissonar, útgáfu- og kynningarstjóra LbhÍ. Netfang: askell@lbhi.is, sími: 843 5307.