KA heldur suður með sjó í dag en liðið spilar við Val í kvöld í 16- liða úrslitum VISA- bikarkeppni karla. KA hefur verið á blússandi siglingu í 1. deildinni og vermir þriðja sætið í deildarinni.
Gengi Valsmanna í sumar hefur verið upp og ofan. Liðið tapaði nú síðast stórt fyrir FH 5-0 og situr í sjötta sæti Pepsi- deildarinnar.
Leikurinn í kvöld hefst kl. 18:00 og er leikið á Vodofonevellinum.