VÍS aðalstyrktaraðili Nikulásarmótsins í knattspyrnu

Leiftur/Nikulás  og VÍS skrifuðu í vikunni undir samning þess efnis að VÍS muni vera aðalstyrktaraði Nikulásarmótsins 2009. Mótið, sem fram fer í Ólafsfirði, er nú haldið í 19. sinn en talið er að um það bil 800 ungmenni muni taka þátt í mótinu að þessu sinni. Á mótinu er spilað í 7., 6., og 5. flokki karla og kvenna.   

Nikulásarmót VÍS 2009 fer fram dagana 17-19. júlí og er hægt að skoða allar upplýsingar um mótið á vefsíðu mótsins, http://www.nikulas.is/.  Það voru þær Gunnlaug Kristjánsdóttir, umboðsmaður VÍS á Ólafsfirði, og Gerður Ellertsdóttir, frá Leiftri, sem skrifuðu undir samninginn.

Nýjast