„Þetta kemur vonandi til með að fjölga verkefnum fyrir iðnaðarmenn og einnig mun þetta sennilega minnka svörtu vinnuna hjá mönnum," sagði Stefán. Nú er í bígerð hjá Samtökum iðnaðarins að fara í herferð til að kynna þessa breytingu á lögum og sagðist Stefán vonast til þess að hún verði til þess að fólk taki við sér og ráðist í verk sem ella hefðu beðið. Þar með muni atvinnutækifærum iðnaðarmanna fjölga.