14. september, 2009 - 14:58
Á fundi skipulagsnefndar Akureyrar nýlega var tekið fyrir erindi frá Rúnari Þór Björnssyni f.h Nökkva, félags siglingarmanna á
Akureyri, þar sem hann fór þess á leit að hafin verði vinna við að deiliskipuleggja nýja afhafnasvæði siglingaklúbbsins á
Leirunni.
Skipulagsnefnd samþykkti að fela skipulagsstjóra að setja í gang undirbúningsvinnu við skipulag svæðisins haustið 2009 og að
deiliskipulagsvinnunni verði að mestu lokið á árinu 2010.