Nú stendur yfir vinna við deiliskipulag vegna Dalsbrautar og nágrennis en fyrirhugað er að hefja framkvæmdir við gatnagerðina strax á næsta ári. Ólafur Jónsson tók málið upp í skipulagsumræðunni á síðasta bæjarstórnarfundi og gagnrýndi hversu ógegnsætt ferlið hefði verið með þeta skipulag og hversu illa kynnt það væri. Þannig héldu margir að þarna ætti jafnvel að koma vistgata.