Vill byggja veitingastað við bakka Glerár

Á fundi umhverfisnefndar Akureyrar í gær var tekið fyrir erindi frá Orra Árnasyni f.h. SS Byggis ehf þar sem óskað er eftir leyfi til að byggja brú og veitingarstað/bakarí á hentugum stað við bakka Glerár.  

Erindinu var vísað til umhverfisnefndar frá skipulagsnefnd til umsagnar. Fram kemur í bókun umhverfisnefndar að nefndin muni ekki taka afstöðu til erindisins þar sem ekki liggur fyrir deiliskipulag af Glerársvæðinu frá stíflu til sjávar.

Nýjast