Samfélags- og mannréttindaráð Akureyrarbæjar hefur lagt til við bæjarráð að stöðugildum vegna forvarna hjá bænum verði fjölgað um 1,4 til a.m.k. eins árs. Umræður um börn í vanda og nauðsynlegt forvarnastarf var til umfjöllunar í fundi ráðsins nýverið þar sem fram kom að ráðið telji nauðsynlegt að bregðast betur við flóknum vanda barna og einnig ungmenna á aldrinum 16-18 ára. Alfa Aradóttir, forstöðumaður forvarna- og æskulýðsmála hjá Akureyrarbæ, segir í samtali við Vikudag að ýmsar ástæður liggi að baki, m.a. hafi orðið vart við aukna hópamyndun í grunnskólum en nánar er rætt við Ölfu í prentútgáfu blaðsins.