Viðurkennir fiskveiðibrot

Skipstjórinn áSólbak EA, sem varðskipið Ægir stóð að ólöglegum veiðum út af Vestfjörðum í fyrradag og fylgdi síðan til hafnar á Akureyri hefur viðurkennt  að hafa í misgáningi notað röng veiðarfæri á þessu veiðisvæðinu. Hann hafi verið með ýsupoka á trollinu en ekki þorskpoka, sem áskilið er að hafa á þessu svæði, en möskvastærð ýsupoka er minni en þorskpoka. Málið verður afgreitt með sekt, en ekki hefur verið ákveðið hversu há hún verður.

Nýjast