Víðir Benediktsson hefur tekið tímabundið sæti sem aðalmaður í bæjarstjórn Akureyrar, eða til 9. maí nk. Geir Kristinn Aðalsteinsson oddviti L-listans og forseti bæjarstjórnar er kominn fæðingarorlof og mun Halla Björk Reynisdóttir gegna stöðu forseta bæjarstjórnar í stað Geirs Kristins á meðan. Bæjarstjórn samþykkti þessa breytingu samhljóða á fundi sínum í gær. Þá hefur Tryggvi Þór Gunnarsson bæjarfulltrúi L-listans tekið sæti varamanns í barnaverndarnefnd Eyjafjarðar í stað Sigurveigar S. Bergsteinsdóttur.
Þá samþykkti bæjarstjórn á fundi sínum í gær, með 11 samhljóða atkvæðum, tillögu forseta bæjarstjórnar þess efnis að næsti reglulegi fundur bæjarstjórnar Akureyrarkaupstaðar 3. apríl nk. verði felldur niður þar sem fyrirsjáanlegt er að engin aðkallandi mál muni ligga fyrir fundi. Næsti fundur bæjarstjórnar Akureyrarkaupstaðar verður því 17. apríl 2012 kl. 16:00. Í 14. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 segir: "Sveitarstjórn er heimilt að fella niður reglulegan fund sinn, enda sé tillaga um slíkt samþykkt mótatkvæðalaust á næsta fundi sveitarstjórnar á undan."