Þá er ekki sjálfgefið að lögð sé fram áætlun um verkefni sem samningsaðilar hafa ekki rætt um né komist að samkomulagi um hvort henti Íslandi. Af þeim sökum telur sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra nauðsynlegt að fulltrúar ESB skýri með fullnægjandi og tæmandi hætti hvað átt er við með þeim skilyrðum sem fram koma í erindi ESB. Ráðherra sjávarútvegs- og landbúnaðarmála mun hér eftir sem hingað til leggja áherslu á að fylgja samþykkt alþingis um aðildarviðræður en að sama skapi er brýnt að þau verkefni sem ráðist er í rúmist innan þeirra heimilda sem Alþingi hefur veitt, segir í fréttatilkynningu.