07. september, 2011 - 22:45
Vetrarfærð er á nokkrum vegum á Norður- og Norðausturlandi. Það er krap á Vatnsskarði og Þverárfjalli, og eins á
Siglufjarðarvegi og í Héðinsfirði. Á Víkurskarði er krap og éljagangur, og hálkublettir eru á Mývatnsöræfum.
Dæmi eru um að ökumenn á litlum bílum og sumardekkjum, hafi þurft að snúa við, m.a. á Víkurskarði í kvöld vegna krapa.