Tafir verða á verklokum við framkvæmdir á Sundlaug Akureyrar þar sem unnið er að endurbótum á sundlaugarsvæðinu. Búist var við að framkvæmdum myndi ljúka núna í nóvember en ljóst er að verklok verða ekki fyrr en 20. janúar á næsta ári hið fyrsta þar sem ekki hefur tekist að klára að setja upp nýjan heitan pott og fosslaug.
Að sögn Ingibjargar Isaksen formanns umhverfis- og mannvirkjaráðs Akureyrarbær liggur ekki fyrir endanlegur kostnaður við framkvæmdina en hann stendur nú í um 400 milljónum, þar sem bróðurparturinn af upphæðinni fór í nýja rennibraut.