Hann sagði að best væri mætingin í jóga fyrir konur en í síðasta tíma mætu hvorki fleiri né færri en 46 konur. Sumar þeirra nýta sér ókeypis barnapössun sem er í boði á vegum verkefnisins og sagði Jónatan að alltaf væru á bilinu 5-8 börn í pössun. „Þetta hefur sannarlega hitt í mark og ég er mjög sáttur við hvernig þetta fer af stað. Mér persónulega hefði reyndar þótt það undarlegt ef fólk hefði ekki haft áhuga á þessu," sagði Jónatan.
Hreyfing og útivist er verkefni á vegum Knattspyrnufélags Akureyrar í samstarfi við önnur félög í bænum. Öllum Akureyringum og nærsveitungum býðst að taka þátt í ókeypis heilsurækt af ýmsu tagi á hverjum virkum degi á næstu mánuðum, á vegum verkefnisins.