Verkefnastjórnun og leiðtogaþjálfun kennd við Símenntun HA í fyrsta sinn

Háskólasvæðið á Sólborg. Mynd: Hörður Geirsson.
Háskólasvæðið á Sólborg. Mynd: Hörður Geirsson.

Á skólaárinu 2011-2012 bauð Símenntun Háskólans á Akureyri upp á kennslu í Verkefnastjórnun og leiðtogaþjálfun, í samstarfi við Nordica ráðgjöf ehf. Nemendur komu víðsvegar af Norður- og Austurlandi en námið var kennt í Háskólanum á Akureyri á Sólborg í alls fjórum vikulöngum staðarlotum. Þess á milli unnu nemendur sjálfstætt og í hópum að sameiginlegum verkefnum. Á seinna misseri unnu fimm vinnuhópar að gerð viðamikilla verkefnisáætlana. Viðfangsefni hópanna voru mjög fjölbreytt eins og meðfylgjandi verkefnislýsingar bera með sér. 

Áætlun fyrir viðgerðir og endurbætur á ferjunni Norrænu

Unnin er verkefnisáætlun fyrir viðgerðir og endurbætur á ferjunni Norrænu sem Slippurinn Akureyri ehf hefur tekið að sér. Verkið skiptist í þrjá megin verkþætti; viðgerð á akstursrampi, smíði á nýjum landgangi og uppsetningu sólskála á farþegaþilfar. Smíði og undirbúningur verksins er unnin í smiðju fyrirtækisins á Akureyri en uppsetning fer fram á Seyðisfirði þar sem skipið stoppar í stuttan tíma milli ferða. Nemendur: Anna Kristín Hjartardóttir, Brynhildur Pétursdóttir, Guðrún Guðmundsdóttir og Stefán Pálsson. 

Áætlun vegna skammtímavistunar fyrir fötluð börn og ungmenni í Dalvíkurbyggð

Verkefnið er að undirbúa rekstur  skammtímavistunar fyrir fötluð börn og ungmenni í Dalvíkurbyggð, upptökusvæði þjónustunnar er starfssvæði byggðasamlags um málefni fatlaða (  SSNV málefni fatlaðra ) , áhersla er lögð  á þjónustu fyrir fötluð börn og ungmenni innan Dalvíkur- og Fjallabyggðar.   Þetta er samstarfsverkefni SSNV  málefni fatlaðra,  Dalvíkur- og Fjallabyggðar. Skammtímavistun er ætlað að veita fötluðum einstaklingum tímabundna dvöl til hvíldar og / eða vegna erfiðra heimilisaðstæðna, svo sem vegna veikinda eða annars álags.  Áætlað er að taka á móti einstaklingum í  þjónustu í ágúst 2012. Nemendur: Guðný H. Björnsdóttir, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Jón Valgeir Halldórsson og Sigurbjörn Gunnarsson. 

Áætlun fyrir gerð sóknaráætlunar landshluta

Sóknaráætlanir landshluta er eitt þeirra verkefna sem unnið er að í tengslum við Ísland 2020 og er því ætlað að vera stefnumörkun og framtíðarsýn fyrir íslenskt samfélag.  Landshlutasamtökum sveitarfélaga er ætlað að hafa bein áhrif á forgangsröðun verkefna hvert í sínum landshluta með skipulögðum hætti.  Eitt þessara landshlutasamtaka er Eyþing og er það verkefni þessa hóps að búa til verkefnisáætlun sem snýr að gerð líkans sem á að auðvelda forgangsröðun þessara verkefna. Nemendur: Ester Stefánsdóttir, Hulda Sif Hermannsdóttir og Pétur Þór Jónasson. 

Áæltun fyrir opnun fataverslunar á vegum RKÍ á Akureyri

Verkefni  teymisins er að koma á fót verslun með notuðum fatnaði á Akureyri en þar hefur verið starfræktur markaður með notuðum fatnaði. Hugmyndin með opnun verslunar í miðbæ Akureyrar er að auka sýnileika RKÍ, stækka viðskiptavina hóp og  auka vitund almennings fyrir endurnýtingu á fatnaði . Fatasala er í dag ein af mikilvægum tekjulindum RKÍ og verður sífellt mikilvægari í ljósi samdráttar á tekjum af spilakössum. RKÍ rekur í dag fimm verslanir  á höfuðborgarsvæðinu auk markaða víðsvegar um landið. Opnun fataverslunar á Akureyri er því góð viðbót til að efla enn frekar starfsemi Rauða krossins á Íslandi. Nemendur: Eva Reykjalín Elvarsdóttir, Garðar Jóhannesson, Jón G. Knutsen og Sigrún Vésteinsdóttir. 

Áætlun fyrir stækkun Fuglasafns Sigurgeirs í Mývatnssveit

Fuglasafn Sigurgeirs var stofnað í ágúst 2008. Aðsókn hefur verið mjög góð og um 40.000 gestir hafa komið í safnið. Reynslan hefur sýnt að safnið er of lítið til að sýna þá 340 fugla sem til eru og gestamóttaka, veitingasalur, eldhús og aðstaða til minjagripasölu eru of lítil. Verkefnið gengur út á að skoða kosti og galla þess að byggja við safnið og gera áætlun fyrir slíka framkvæmd.  Nemendur: Elín Björnsdóttir, Hanna Kristín Gunnarsdóttir, Jakob Helgi Hallgrímsson og Pétur Bjarni Gíslason.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Nýjast