Verðlaun veitt í Ljósmyndasam- keppni Fiskidagsins mikla

Verðlaunaafhending í ljósmyndasamkeppni Fiskidagsins mikla 2008, Pedromynda og Nýherja fór fram í verslun Pedromynda á Akureyri nýlega. Keppnin er haldin í tengslum við Fiskidaginn mikla ár hvert og um 300 myndir bárust að þessu sinni.  

Myndirnar er hægt að skoða á http://www.julli.is/ . 1 verðlaun hlaut myndin "Friður á jörðu" eigandi Sigurður Sveinn Ingólfsson á Akureyri og hlaut hann Canon Ixus 80 að launum, 2. verðlaun  "Flugeldar á Fiskidaginn mikla" eigandi Guðný Ágústsdóttir Ólafsfirði og hlaut hún Canon Pixma 4600 prentara. 3. verðlaun  " Fiskidagsfiskur" eigandi Sveinn Haukur Sigvaldason" Reykjavík og hlaut hann gjafabréf frá Pedromyndum. Að auki fengu allir vinningshafar viðurkenningarskjal, gjafabréf á úrvalsfisk frá Samherja og myndina sína stækkaða. Stefnt er að Ljósmyndasamkeppni Fiskidagsins mikla 2009.

Nýjast