Veðrið með allra besta móti á Akureyri í dag

Einmuna veðurblíða er á Akureyri þessa stundina og það er eitthvað sem bæjarbúar og gestir kunna vel að meta. Nú skömmu fyrir hádegi sýndi hitamælirinn á Ráðhústorgi 29 stiga hita, sem verður að teljast nokkuð gott. Hins vegar var hitastigið á Akureyri nú um hádegi rétt um 20 gráður í plús, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni og það verður einnig að teljast mjög gott. Þá er veðurútlit fyrir næstu daga á norðanverðu landinu einnig nokkuð gott

Nýjast