Veðrið leikur við Akureyringa

Ellen Ósk og Álfheiður Björk bjóða varning til sölu á hlutaveltu sinni í dag.
Ellen Ósk og Álfheiður Björk bjóða varning til sölu á hlutaveltu sinni í dag.

Veðrið leikur við Akureyringa þessa dagana og þeir eru margir sem nýtu tækifærið til þess að vera sem mest úti við. Hitinn í dag var í kringum 10 gráður, sólin skein og vinkonurnar Ellen Ósk Hólmarsóttir og Álfheiður Björk Hannesdóttir, notuðu daginn til þess að vera með hlutaveltu, eða tombólu fyrir utan Hagkaup. Þar buðu þær stöllur upp á fjölmarga fallega muni en tilgangurinn var að safna fyrir Rauða krossinn. Eins og fram hefur komið í fréttum, var meðalhitinn á Akureyri fyrstu 13 daga febrúar,  6 stigum yfir meðallagi, sem er óvanalegt. 

Nýjast