Nokkur undanfarin ár hefur mikið verið rætt um hugsanlega staðsetningu varaflugvallar fyrir millilandaflug. Þeir staðir sem helst hafa verið taldir koma til greina Sauðárkrókur, Egilsstaðir, Akureyri og Húsavík. Það hefur hins vegar verið mög erfitt að fá það á hreint hver þessara staða sé heppilegastur fyrir varaflugvöll. Lengst af virtist Sauðárkrókur efstur á lista þeirra sem um þessi mál véla, en minna má á að nokkrir þingmenn Norðurlandskjördæmis eystra hafa lýst því yfir að heppilegasti staðurinn sé Akureyri.
Að undanförnu hefur sá orðrómur verið á kreiki að athygli manna beinist nú einna helst að staðsetningu varaflugvallar í Aðaldalshrauni, en hinsvegar hefur reynst ómögulegt að fá þennan orðróm staðfestan. Bjarni Þór Einarsson, bæjarstjóri á Húsavík, kvaðst hafa heyrt þennan orðróm, en ekkert áþreifanlegt hefði komi‘ inn á borð til sín um málið. „Við höfum hinsvegar knúð á að fá þessi mál á hreint, þ.e. ákvörðun um hvar varaflugvelli verði fundinn staður,“ sagði Bjarni. Hann sagði og að það virtist ljóst að Sauðárkrókur væri ekki lengur inni í myndinni, og réðu þar mestu náttúruverndarsjónarmið.