Valur átti ekki í teljandi vandræðum með Þór er liðin áttust við í Boganum í Lengjubikar karla í knattspyrnu sl. helgi. Valur sigraði 4-0 en Þór spilaði einum manni færri í 70 mínútur þar sem Lars Óli Jessen var rekinn af velli eftir tuttugu mínútna leik. Rúnar Már Sigurjónsson skoraði tvívegis fyrir Val í leiknum og þeir Atli Heimisson og Ásgeir Þór Ingólfsson sitt markið hvor. Valur er komið á toppinn í riðli þrjú í A-deild með 13 stig eftir fimm leiki en Þór er í þriðja sæti með tíu stig eftir sex leiki. Þá gerðu KA og Víkingur R. markalaust jafntefli í Boganum í riðli tvö í A-deild. KA hefur fjögur stig í fimmta sæti eftir fjóra leiki en Víkingur R. sjö stig í fjórða sæti eftir þrjá leiki.