Valgerður Sverrisdóttir ætlar ekki í framboð í vor

Valgerður Sverrisdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi, tilkynnti aukakjördæmaþingi flokksins í Mývatnssveit í dag að hún muni ekki bjóða sig fram til þings á næsta kjörtímabili. Valgerður hefur verið á þingi í 22 ár, henni finnst að sinni vakt sé lokið og auk þess mikilvægt að gefa öðru fólki tækifæri.  

Valgerður hefur setið á Alþingi frá árinu 1987. Hún var formaður Framsóknarflokksins frá því í haust þegar Guðni Ágústsson sagði af sér embættinu, og fram að landsfundi í janúar. Hún gegndi embættum utanríkisráðherra og viðskipta- og iðnaðarráðherra í ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks á árunum 1999-2007.

Nýjast