Úttekt gerð á skólum sveitarfélagsins

Nú er að hefjast vinna við úttekt á skólum Þingeyjarsveitar      Mynd thingeyjarsveit.is
Nú er að hefjast vinna við úttekt á skólum Þingeyjarsveitar Mynd thingeyjarsveit.is

Nú er að hefjast vinna við úttekt á skólum Þingeyjarsveitar, bæði á faglegu starfi skólanna og rekstri þeirra með það að markmiði að skoða hvernig gera má gott skólastarf enn betra, skilvirkara og árangursríkara.

Rýnihópaviðtöl verða tekin við foreldra, starfsfólk og eldri nemendur um hvar möguleg úrbótatækifæri liggja.

Slík úttekt er mikilvæg fyrir bæði skólasamfélagið og sveitarstjórn þar sem hún tryggir að faglegt starf og rekstur skólanna þróist í takt við hraðar breytingar í upplýsingatækni, kennsluháttum og fjölbreyttar þarfir nemenda.

Með reglubundinni greiningu á stöðu og þróun skólanna skapast traustur grundvöllur fyrir upplýsta ákvarðanatöku, markvissa forgangsröðun og umbætur sem styðja við gæði skólastarfs til framtíðar.

Frá þessu segir  á www.thingeyjarsveit.is

Nýjast