Í dag fer fram útskrift hjá Sjúkraflutningaskólanum á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Útskrifaðir verða 89 nemendur
þar af 41 sem sjúkraflutningamenn eftir að hafa lokið grunnnámskeiði í sjúkraflutningum, 36 nemendur sem lokið
hafa Neyðarflutninganámskeiði og 12 nemendur sem lokið hafa Vettvangshjálparnámskeiði.
Athöfnin hefst klukkan 17:00 og fer hún fram í kennslustofunni í K1 á FSA og eru allir velkomnir svo lengi sem húsrúm leyfir. Að athöfn
lokinni verður gestum athafnarinnar boðið að skoða Slökkviliðsstöðina á Akureyri að Árstíg 2.