Útlit fyrir gott veður um áramótin

Það er útlit fyrir gott veður um áramótin.   Mynd akureyri.is
Það er útlit fyrir gott veður um áramótin. Mynd akureyri.is

Það er útlit fyrir gott ,,flugeldaveður" við áramót ef marka má veðurspár sem liggja fyrir.

Óli Þór Árnason vaktveðurfræðingur á Veðurstofu Íslands tekur undir þessi orð: ,,útlitið fyrir áramótaveðrið fyrir Eyjafjörð og  Þingeyjarsýslurnar  er flott, hægur vindur og léttskýjað. Skýjahulan eitthvað meiri eftir því sem austar dregur og líkur eru á stöku éljum allra austast.

Hitinn verður undir frostmarki og svo kólnar enn frekar á Nýársdag með éljum um allt norðanvert landið"  sagði Óli Þór ennfremur.

Nýjast