Útlit fyrir að rekstur skólamötu- neytanna standist áætlun

Á fundi skólanefndar Akureyrar í vikunni var farið var yfir rekstrarstöðu skólamötuneyta miðað við fyrri hluta ársins og útgönguspá fyrir árið. Fram kom að útlit er fyrir að rekstur skólamötuneytanna standist áætlun ársins 2009.  

Þá lá fyrir fundinum tillaga um að síðdegishressing í frístund kosti kr. 100 hvern dag, frá og með 24. ágúst 2009. Skólanefnd samþykkti fyrir sitt leyti að síðdegishressing í frístund kosti kr. 100 hvern dag og vísaði málinu til bæjarráðs.

Nýjast