Frumvarp til fjárlaga var á dagskrá Háskólaráðs í morgun, sem samþykkti að fela framkvæmdastjórn háskólans að gera tillögur að rekstraráætlun fyrir árið 2009 þar sem stefnt verði að því að mæta fyrirhuguðum niðurskurði án þess að segja upp starfsfólki. Þessi ákvörðun hefur verið kynnt forsvarsmönnum þeirra stéttarfélaga sem eiga hér hlut að máli. Ég vona að náist góð samstaða hér innan háskólans að vernda þau mikilvægu störf sem hér eru stunduð, segir í tilkynningu rektors.