Útgáfa landshlutablaða stöðvast

Mynd/Fótspor
Mynd/Fótspor

Útgáfa þónokk­urra blaða, sem eru inn­an fé­lags­ins Press­unn­ar, hef­ur verið stöðvuð og ekki er fyr­ir­séð hvort eða hvenær blöðin koma út á ný. All­ur rekst­ur fé­lags­ins hef­ur verið stöðvaður og báðum starfs­mönn­um þess sagt upp störf­um. Blöðin sem um ræðir eru Ak­ur­eyri Vikublað, önn­ur lands­hluta­blöð sem komið hafa út hálfs­mánaðarlega síðustu miss­eri og sjáv­ar­út­vegs­blaðið Ald­an. Frá þessu er greint á mbl.is 

„Það er nú kannski ekki al­veg þannig að búið sé að leggja þau niður, held­ur er það þannig að við höf­um stöðvað all­an rekst­ur sem fram fer í fé­lag­inu Press­an, til þess að fé­lagið sé ekki að safna frek­ari skuld­um sem ólík­legt er að það geti staðið skil á, prent­kostnaði, um­brots­kostnaði eða öðru slíku,“ seg­ir Ómar R. Valdi­mars­son, stjórn­ar­formaður Press­unn­ar í sam­tali við mbl.is.

 

Nýjast