Útfarir á Akureyri aldrei verið fleiri á einu ári

Alls fóru fram 130 jarðarfarir í Kirkjugörðum Akureyrar árið 2011 og hafa þær aldrei verið fleiri á einu ári í sögu garðsins sem nær aftur til ársins 1863.  Fyrir fáum árum urðu á einu ári 125 úrfarir. Nú í janúar hefur einnig fjöldi jarðarfara farið fram í Kirkjugarðinum, að sögn Smára Sigurðssonar forstöðumanns, en hann segir að jafnan sé mikið um útfarir í mánuðinum.  Smári segir að yfirleitt komi sveiflur, stundum sé mikið um útfarir og stundum minna, en að jafnaði sé staðan sú í janúar að yfirleitt sé eitthvað um að vera alla daga. „Við höfum skoðað þessi mál nokkuð og sjáum að þetta gengur yfir í tímabilum, það koma toppar og síðan hægir á. Það er talað um að svipaður hrynjandi sé einnig í gangi varðandi barnsfæðingar. Það væri gaman ef einhver háskólanemi tæki sig til og færi ofan i kjölinn á þessum málum,” segir Smári. Hann segir að það hafi stefnt að í útförum myndi fjölga, árgangar fólks á ní- og tíræðisaldri séu mjög stórir.

Nýjast