Útboð vegna byggingar leiguíbúða á Grenivík samþykkt

Þrátt fyrir gang mála í þjóðfélaginu í dag var samþykkt að bjóða út byggingu leiguíbúða (parhúss) við Lækjarvelli 1 á Grenivík, á fundi í sveitarstjórn Grýtubakkahrepps nýlega. Um er að ræða tvær fjögurra herbergja íbúðir.  

Undirbúningur við útboðið stendur yfir en væntanlega verður hægt að bjóða verkið út fyrir jól. Sveitarstjórn áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Vonir standa til að framkvæmdir geti hafist í mars 2009 og verklok eru áætluð 15. desember 2009. Þetta kemur fram á vef sveitarfélagsins.

Nýjast