Fjölbreytt framboð menningarviðburða verður í Listagilinu um helgina, bæði myndlistarsýningar og tónleikar. Hér á eftir má sjá yfirlit yfir það helsta:
Föstudagur
Ljóðrænn og spennandi sirkus
Sýningarhópurinn Shoeboxtour sem samanstendur af heimsþekktum sirkuslistamönnum verða með sýningu í Ketilhúsinu. föstudaginn 12.
júní kl. 21.
Óvenjulegir tónleikar
Skrokkabandið og Mogadon halda tónleika í Populus tremula, föstudaginn 12. júní kl. 22.
Bleikir hanskar?
Hljómsveitin Dr. Spock heldur tónleika á Græna hattinum, föstudaginn 12.júní kl. 22.
Laugardagur
Myndlist
"Tilbrigði - Variations" er yfirskrift sýningar Sigurlínar M. Grétarsdóttur (Línu) sem opnar í DaLí Gallery, laugardaginn 13. júní
kl. 14.
Ljósmyndir
Arnar Tryggvason opnar ljósmyndasýningu í Jónas Viðar Gallery, laugardaginn 13. júní kl. 15.
Tónlist
Konan og ástin í ljóðum Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi. Tónleikar í Ketilhúsinu,
laugardaginn 13. júní kl. 15. Hjörleifur Valsson, fiðla, Björk Jónsdóttir, söngur, Helga Bryndís Magnúsdóttir, píanó
og kór Möðruvallarkirkju.
Sunnudagur
Söguganga
Minjasafnið á Akureyri stendur fyrir göngu um Nonnaslóð, sunnudaginn 14.júní kl. 14.
Gengið af stað frá Nonnahúsi.