Ungur piltur fótbrotnaði og kvartaði undan eymslum í baki, eftir að hann féll á mótorhjóli við stíginn meðfram Glerár,
neðan við Skarðshlíð á Akureyri seinni partinn í dag. Hann var fluttur með sjúkrabíl til aðhlynningar á slysadeild FSA.
Samkvæmt upplýsingum lögreglu var pilturinn hjálmlaus, án annars hlíðarbúnaðar og á óskráðu hjóli.
Að sögn lögreglu er hjólið sem pilturinn var á aðeins til notkunar á lokuðum brautum.