Salka félag ungra jafnaðarmanna á Akuaryeri hefur sent frá sér ályktun í tilefni af því að Hermann Jón Tómasson oddviti
samfyklingarinnar hefur tekið við starfi bæjarstjóra á Akureyri. Í samþykktinni segir m.a.: "Þessi bæjarstjóraskipti eru hluti af
farsælu meirihlutasamstarfi Samfylkingar og Sjálfstæðisflokksins þar sem samið var um að Samfylkingin fengi bæjarstjórastólinn
síðasta árið."
Enn fremur segir í samþykktinni: "Þetta er í fyrsta skipti sem Samfylkingin hefur bæjarstjóra á Akureyri innan sinna raða og er þetta
stór áfangi í sögu flokksins á Akureyri og á landsvísu. Um leið og Salka fagnar nýjum bæjarstjóra og óskar honum
alls hins besta í starfi sínu. Þá vill hún fagna ákvörðun Hermanns Jóns um að hafna biðlaunum."