Undirbúningur fyrir Landsmótið á lokastigi

Það styttist óðum í að Landsmót UMFÍ fari að hefjast en mótið fer fram á Akureyri dagana 8.- 12. júlí. Undirbúningur fyrir mótið er á lokastigi. „Undirbúningurinn gengur mjög vel og allt er á áætlun,” segir Óskar Þór Halldórsson verkefnastjóri Landsmótsins.

„Ég held að það megi segja að allt sé að verða klárt. Keppnissvæðin og íþróttamannvirkin eru öll að verða tilbúin vil ég segja og við erum þessa síðustu daga að negla niður starfsmenn í greinar og skipuleggja mönnun,” segir Óskar.

Sigfús Helgason, formaður Þórs, segir Þórssvæðið vera nánast orðið klárt en svæðið verður einn aðalleikvangur Landsmótsins. „Við erum bara að klára sópa, þetta er bara spurning um mínútur um hvenær við klárum þetta. Fólk gæti þess vegna komið í dag,” segir Sigús.

Nýjast