Umsóknartímabil sumarstarfa hjá Akureyrarbæ hafið

Umsóknartímabil sumarstarfa hjá Akureyrarbæ er hafið og stendur til 6. mars nk. Margvísleg störf eru í boði svo sem á sambýlum, í öldrunarþjónustu, íþróttamannvirkjum, skrifstofustörf og fleira. Allir umsækjendur þurfa að sækja um rafrænt og er öllum umsækjendum svarað. Aðgengi að tölvu og aðstoð við innskráningu umsókna stendur til boða á Amtsbókasafninu og í þjónustuanddyri Ráðhússins. Akureyrarbær hvetur konur jafnt sem karla til þess að sækja um störf hjá bænum og skoða með opnum huga þau störf sem í boði eru. “Því ekki að komast út úr hefðbundnum kynhlutverkum og prófa eitthvað nýtt? Stelpur/konur: Því ekki að sækja um störf, t.d. í gatnagerð eða við garðslátt? Strákar/karlar: Hvernig væri að sækja um umönnunarstörf, t.d. á sambýlum og á dvalarheimili aldraðra?” segir í frétt á vef Akureyrarbæjar.

Nýjast