Umferð með minna móti til Akureyrar
Ekki hefur verið mikil bíla umferð til Akureyrar í dag en þó hefur talsverður sígandi verið eftir því sem líða hefur
tekið á daginn. Að sögn varðstjóra lögreglunnar á Akureyri hefur umferðin gengið vel fyrir utan tvö minniháttar
umferðaróhöpp. Lögreglan segir ennfremur að umferðin sé töluvert minni en reiknað var með og gæti óhagstæð veðurspá
spilað þar inn í.
Nýjast