Umfangsmiklar framkvæmdir í miðbæ Akureyrar

Veitingastaður verður opnður í Ingimarshúsi í byrjun maí.
Veitingastaður verður opnður í Ingimarshúsi í byrjun maí.

Óvenju umfangsmiklar framkvæmdir standa yfir á nokkrum stöðum í miðbæ Akureyrar um þessar mundir. Um er að ræða framkvæmdir upp samtals hundruðir milljóna króna og kemur fjöldi fólks að þessum verkefnum. Endurbætur eru hafnar á Hafnarstræti 107, þar sem sýslumaðurinn á Akureyri, Hérðadómur Norðurlands eystra og fleiri eru til húsa. Í Skátagilinu er unnið að endurbótum á svokölluðu Ingimarshúsi en þar á opna veitingahús í byrjun maí nk. Ingimarshús er eitt elsta húsið í miðbænum, eða frá 1906 og jafnframt með allra fyrstu steinsteyptu húsunum á Akureyri.

Verið er að endurbyggja Hafnarstræti 98, Gamla Hótel Akureyri, en þar verður opnað gistiheimili fyrir rúmlega 100 manns í vor. Þá standa yfir umfangsmiklar endurbætur á húsnæði Íslandsbanka í Alþýðuhúsinu við Skipagötu 14. Útibúið var því flutt tímabundið yfir í Skipagötu 9, þar sem Byr var áður til húsa. Nánar er fjallað um þessar framkvæmdir í Vikudegi í dag.

Nýjast