Umfangsmiklar framkvæmdir í Eyrarlandsvegi

Umfangsmiklar framkvæmdir standa nú yfir í Eyrarlandsvegi á Akureyri en um er að ræða hellulög gangstétta austan megin götunnar. Framkvæmdum þeim megin á að vera lokið þann 1. nóvember nk. en á næsta ári verður ráðist í framkvæmdir vestan megin og á þeim að vera lokið þann 1. júlí 2010.  

Það er fyrirtækið Finnur ehf. sem hefur verkið með höndum en það átti lægsta tilboð, rúmar 10,7 milljónir króna, eða um 74% af kostnaðaráætlun.

Nýjast