Umdeildar hraðahindranir í Gilinu

Hraðahindranirnar standa fram yfir Akureyrarvöku sem fram fer í lok mánaðarins. Mynd/Þröstur Ernir
Hraðahindranirnar standa fram yfir Akureyrarvöku sem fram fer í lok mánaðarins. Mynd/Þröstur Ernir

Skiptar skoðanir virðast vera á meðal bæjarbúa á Akureyri um hraðahindranirnar í Listagilinu sem settar voru upp fyrir Bíladaga. Hraðahindranirnar standan á enn og ekki eru allir á eitt sáttir með það. Á meðan sumir dásama þær virðast aðrir finna þeim allt til foráttu. Leigubílstjórar eru á meðal þeirra sem eru ósáttir við umræddar hraðahindranir og vilja þær burt. Samkvæmt upplýsingum frá Akureyrarbæ er stefnt að því að hraðahindranirnar standi fram yfir Akureyrarvöku sem fram fer dagana 26­-27. ágúst en lengri frétt um málið má nálgast í prentútgáfu Vikudags.

-Vikudagur, 11. ágúst

Nýjast