Til stóð að brautskráningin færi fram í VMA og kom fram óánægja meðal nemenda með þá tillögum, eins og fram hefur komið á vef Vikdags. Þeir töldu að aðeins fengju tveir gestir að fylgja hverjum nemenda á brautskráningu, færi hún fram í skólanum. Þetta var ekki rétt, því samkvæmt upplýsingum Hjalta Jóns Sveinssonar skólameistara, átti að bjóða fjórum gestum að fylgja hverjum nemanda eins og venjulega. Jafnframt átti að hafa beina útsendingu á stóra tjaldinu í salnum í M01 fyrir þá sem ekki gátu verið í Gryfjunni. Sem fyrr segir hefur nú verið ákveðið að brautskráningin fari fram í Íþróttahöllinni.
Hjalti Jón sagði að það sem hafi breyst, sé að tekið hafi verið upp samstarf við Háskólann á Akureyri, samið hafi verið við Brekkuskóla, sem ekki þarf að nota Höllina í næstu viku, náðst hafi betri samningur við Bautann, auk þess sem skólinn fékk nemendur sína til liðs við sig við undirbúning.