Tvö umferðaróhöpp í morgun

Bíll fór útaf veginum við Fagraskóg á Ólafsfjarðarvegi á milli Akureyrar og Dalvíkur undir morgun en engin slys urðu á fólki. Þá keyrði bíll á ljósastaur við Krossanesbraut á Akureyri um sex leytið í morgun en enginn slasaðist. Ekki leikur grunur á að um ölvunarakstur hafi verið að ræða í hvorugt skiptið. Að öðru leyti var nóttin róleg hjá lögreglunni á Akureyri og var enginn sem gisti fangageymslur. 

Nýjast