Tvö töp og einn sigur á HM í íshokkí

Íslenska kvennalandsliðið í íshokkí hefur tapað tveimur leikjum og unnið einn leik á heimsmeistaramótinu í 2. deild sem fram fer í Suður-Kóreu þessa dagana. Íslenska liðið tapaði gegn Póllandi í síðasta leik, 2-7, í gær þar sem Sarah Smiley frá SA skoraði bæði mörk íslenska liðsins. Liðið hafði áður tapað gegn Suður-Kóreu, 1-2, en unnið Belgíu, 2-1. Ísland mætir Suður-Afríku á fimmtudaginn en leikur gegn Spánverjum í lokaleik riðlakeppninnar á föstudaginn.

Nýjast